Endurmenntun félagsmanna FIT

– Iðan fræðslusetur og Landbúnaðarháskóli Íslands annast faglega endurmenntun.

Atvinnurekendur greiða frá 1. júní 2008 prósentugjald af launum  iðnaðarmanna í endurmenntunarsjóð.  Öll endurmenntunargjöld fara til Iðunnar-fræðsluseturs  til reksturs á Iðunni.
  
Prósentutalan er 0,5% í öllum greinum nema bílgreinum þar er 0,8% og garðyrkjugreinum en endurmenntun í þeirri grein er hjá Landbúnaðarháskólanum.
  
Menntasjóður FIT veitir ekki styrki til námskeiða í Iðunni þar sem þau eru þegar niðurgreidd með endurmenntunargjöldunum.

Smellið hér til að skoða bækling FIT um nám í framhaldsskóla
 

Iðan fræðslusetur 

Býður upp á breytt úrval af námskeiðum fyrir byggingagreinar-, málm og véltæknigreinar-, snyrtigreinar, matvæla- og veitingagreinar, bílgreinar, fjölmiðla og upplýsingatækni, ásamt fleiri iðngreinum.  Iðan vinnur í umboði menntamálaráðuneytisins með sveinspróf og umsýslu með námssamningum.
 

Landbúnaðarháskóli Íslands 

Skólinn er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi auk þess sem þar er boðið upp á starfsmenntanám í búfræði og garðyrkjutengdum greinum auk endurmenntunar.
 

Mímir símenntun

Mímir-símenntun leggur áherslu á að skipuleggja markvissa fræðslu fyrir fólk á vinnumarkaði sem minnstu menntunina hefur. Í flestum tilfellum er fræðslustarfið skipulagt í samstarfi við stéttarfélög, fræðslusjóði eða fyrirtæki. Býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem geta nýst í starfi og/eða tómstundum. Má þar nefna breytt úrval af tungumálanámskeiðum sem er í boði. Þeir bjóða einnig upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk á vinnumarkaði. Ráðgjöfin er þátttakendum að kosnaðarlausu og fyrst og fremst ætluð fólki á vinnumarkaði með stutta skólagöngu.

Menntasjóður FIT veitir félagsmönnum styrk vegna námskeiða á vegum Mímis sem ekki eru styrkt af öðrum aðilum