Hverskonar félag er Félag iðn- og tæknigreina?

Félagið er stéttar- og fagfélag. Hagsmunagæsla fyrir félagsmenn er aðalverkefni félagsins auk þess að hafa mikil áhrif á fræðslumál.
Á vormánuðum 2003 sameinuðust Bíliðnafélagið/Félag blikksmiða, Málarafélag Reykjavíkur, Sunniðn, Félag byggingaiðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félag garðyrkjumanna. Fyrsta ágúst 2004 bættist Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi við en 1. janúar 2007 kom Iðnsveinafélag Suðurnesja í hópinn. Þann 1. júlí 2007 kom Sveinafélag Járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum í hópinn, 1. janúar 2008 bættist Sveinafélag pípulagningamanna og 1. janúar 2009 Múrarafélag Reykjavíkur.  Félag tækniteiknara kom svo inn 1. ágúst 2010.  Í dag eru félagsmenn um 4.400 talsins.

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður miðast fyrst og fremst við að koma sjóðfélögum til aðstoðar ef þeir falla út af launaskrá fyrirtækis. Varðandi sjálfstætt starfandi félagsmenn hefur vinnureglan verið sú að veikindi þurfa að hafa staðið yfir í mánuð (samanber veikindarétt launafólks) áður en greiðslur berast frá sjóðnum. 

Orlofssjóður

Félagið á og rekur 30 orlofshús víða um land. Einnig á félagið hús á Florida. 

Hægt er að kaupa ýmis kort og veittir eru afslættir á fjölbreyttri þjónustu í gegnum orlofssjóðinn.

Allar upplýsingar um orlofskosti FIT og afslætti má finna á orlofssíðu félagsins.