Sjóðir

Hér til vinstri eru upplýsingar um reglugerðir sjóða félagsins.  Undir iðgjöld eru upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og hver sér um innheimtu fyrir félagið.

Félag iðn og tæknigreina rekur í dag 5 sjóði.
 

Félagssjóður:

Tekjur félagssjóðs eru 0,8% félagsgjald félagsmanna. Úr honum er rekstur félagsins greiddur og hann greiðir einnig framlag til mennta- og vinnudeilusjóðs.

Sjúkrasjóður:

Tekjur sjúkrasjóðs eru 1% hlutfall af launum félagsmanna sem atvinnurekandi greiðir. Hlutverk sjúkrasjóðs er fyrst og fremst að koma sjóðfélögum til aðstoðar ef þeir falla út af launaskrá fyrirtækis vegna veikinda eða slysa. Sjóðurinn hefur einnig ýmsar heimildir til að styrkja félagsmenn vegna útgjalda er varða heilsu félagsmanna.

Orlofssjóður:

Tekjur orlofssjóðs eru 0,25% hlutfall af launum félagsmanna sem atvinnurekandi greiðir. Félagið á og rekur orlofshús víða um land. Einnig á félagið hús á Florida. Sjóðurinn býður einnig uppá fleiri orlofskosti og ýmis tilboð.

Menntasjóður:

Menntasjóður er fjármagnaður með hlutfalli af hagnaði félagssjóðs.  Hlutverk menntasjóðs er að styrkja félagsmenn til endur- og símenntunar. (Öll endurmenntunargjöld sem atvinnurekendur greiða renna óskipt til reksturs Iðunnar – fræðsluseturs)

Vinnudeilusjóður:

Vinnudeilusjóður er fjármagnaður með hlutfalli af hagnaði félagssjóðs. Hlutverk hans er að styrkja félagsmenn í vinnustöðvunum eða verkbönnum eftir því sem hagur sjóðsins leyfir hverju sinni.