Faglærðir iðnaðarmenn fara vel yfir allt varðandi fasteiginir vegna jarðskjálfta.

rh object 0973
Mikilvægt er að fólk geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta, að sögn Hilmars Harðarssonar, formanns Samiðnar, Sambands iðnfélaga. Ráðleggur hann fólki að leita aðstoðar iðnaðarmanna með réttindi til að tryggja að hlutir séu festir rétt og vel og vatnsinntak og hitaveituofnar séu í lagi.
„Það er gott ráð að fólk leiti aðstoð faglærðra iðnaðarmanna til fara yfir húsnæði og gera fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta sem ganga nú yfir suðvesturhluta landsins. Mikilvægt er að láta festa húsgögn, svo sem hillur og skápa við gólf eða veggi. Þá er gott að láta iðnaðarmenn fara yfir staðsetningu vatnsinntaks og rafmagnstafla og tryggja hitaveituofna til að koma í veg fyrir leka. Einnig er ráð að fá iðnaðarmenn í heimsókn til að skoða hvort skemmdir hafi orðið í þeim skjálftum sem hafa gengið yfir t.d. steypuskemmdir,“ segir Hilmar, í fréttatilkynningu frá Samiðn.
„Hilmar segir að ekki sé mælt með að þungir munir séu geymdir ofarlega í hillum og að þungur borðbúnaður og hlutir séu geymdir í neðri skápum, helst lokuðum. Einnig er gott að hafa barnalæsingar á skápum. ,,Mikilvægt er að festa myndir og ljósakrónur í lokaðar lykkjur og tryggja að þungir hlutir geti ekki fallið á svefnstað. Byrgja skal fyrir glugga eða setjið öryggisfilmu á rúður til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. Faglærðir iðnaðarmenn sjá um allt sem viðkemur þessu og fara vel yfir allt varðandi öryggi á heimilinu,” segir Hilmar og minnir á að nú sé rétti tíminn til að láta yfirfara húsnæði þar sem fólk á rétt á endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna átaksins Allir vinna. Endurgreiðslan var hækkuð úr 60 prósent í 100 prósent til að bregðast við niðursveiflu í efnahagslífinu af völdum COVID-19.
Hilmar bendir á að heimild til endurgreiðslu á virðisaukaskatti sé jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða eins og Samiðn lagði mikla áherslu á.“