Velkomin á nýja heimasíðu FIT

hus fagfelaganna

Í dag, 1. nóvember 2022, var nýr vefur FIT – Félags iðn- og tæknigreina settur í loftið. Þó vefurinn byggi á grunni þess gamla er óhætt að segja með honum felist bylting í upplýsingagjöf til félagsmanna.

Ein stærsta breytingin frá gamla vefnum er sá hluti nýja vefsins sem snýr að kjarasamningum. Fram til þessa hafa kjarasamningar flestra stéttarfélaga aðeins verið aðgengilegir í heild á PDF-formi. Til að finna tiltekið atriði í kjarasamningi hefur þurft að hlaða niður skjali, opna það með öðru forriti og hefja þar leitina.

FIT hefur á nýja vefnum kvatt þessa aðferð og látið greina aðalatriði nokkurra núgildandi samninga. Þau atriði eru nú sett fram á myndrænan og einfaldan hátt. Allir nýir samningar, sem gerðir verða komandi mánuðum, verða settir fram með þessum hætti.

Pantaðu vinnustaðaheimsókn

Hér á nýja vefnum eru fleiri nýjungar. Núna er til dæmis hægt að bóka vinnustaðaheimsókn. Þegar það hefur verið gert mætir fulltrúi félagsins á vinnustaðinn og fundar með félagsmönnum um þau atriði sem á þeim brenna; svo sem um launamál, vinnutíma eða önnur kjarasamningsbundin réttindi.

Á nýja vefnum hefur leiðarkerfið verið einfaldað og gert aðgengilegra. Notendur munu finna að mun auðveldara en áður er að finna þá efnisflokka sem leitað er að.

Myndir úr starfinu

Myndum er gert hátt undir höfði á nýjum vef.  Þar eru aðgengileg skemmtileg myndasöfn sem Rúnar Hreinsson, ljósmyndari félagsins, á veg og vanda að; svo sem af ferðum heldri manna félagsins, afhendingu sveinsbréfa og hátíðahöldum.

Nýr vefur er liður í því markmiði Félags iðn- og tæknigreina að efla upplýsingagjöf til félagsmanna. Það er von félagsins að vefurinn muni nýtast félagsmönnum vel á komandi árum og einfalda til muna leit þeirra að mikilvægum upplýsingum um réttindi þeirra og kjör.