Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf

Fyrir þá félagsmenn sem eru skráðir í sveinspróf í febrúar og mars 2023

Félag iðn- og tæknigreina býður nemendum í hársnyrtiiðn upp á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf. Námskeiðið er fyrir þá félagsmenn FIT sem eru skráðir í sveinspróf í febrúar og mars 2023. Kennari er Gréta Ágústsdóttir.

Skráning fer fram hér. Vinsamlegast merkið við þá hluta námskeiðsins sem þið hyggist sækja.

Athugið að á módeldegi þurfa nemendur að mæta með að lágmarki 3-4 módel til að æfa sig á. Þátttakendur raða sjálfir niður hvenær módelið mætir. Þátttakendur eru minntir á að koma með eigin blásara, bursta, greiður og mótunarefni sem á að nota í prófinu. Einnig er gott að biðja klippi-, lita- og skeggmódel um að kíkja við og fara yfir verklýsingar.

Boðið verður upp á veitingar á námskeiðinu.

Fullgildir félagsmenn geta sótt um styrk í fræðslusjóð vegna sveinsprófsins allt að 66 þúsund krónur. Sótt er um inni á mínum síðum. Þeir sem sækja námskeiðið geta nýtt 20 þúsund krónur af styrknum í það.
Námskeiðið fellur niður ef ekki fæst næg þátttaka.