Færð að orlofshúsum

Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem leigt hafa orlofshús næstu daga fylgist vel með veðri og færð. Mikið vatnsveður með tilheyrandi hlýindum hefur nú brostið á eftir langan kuldakafla. Færð að orlofshúsum getur spillst við þessar aðstæður og mikil hálka myndast. Félagið getur ekki ábyrgst að fært sé að öllum húsum.

Fólk þarf fyrir vikið að meta sjálft hvort það fer að orlofshúsum við þessar aðstæður eða ekki. Ekki er hægt að reikna með að umsjónarmenn orlofshúsa hafi tök á að aðstoða þá festa bíla sína eða lenda í vandræðum.