Vegna orlofshúsa: Nú er frost á fróni

Upplýsingar fyrir félagsmenn sem ætla í bústað

Ágætu félagsmenn sem ætla að gista í orlofshúsum FIT í þessari kuldatíð.

Eins og við bendum reglulega á þá ber ýmislegt að varast þegar farið er í bústað að vetri. Aðalatriðið er þó ávallt að hafa fyrirhyggju í fyrirrúmi. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara.

Félagsfólk FIT sem er að fara í bústaði á vegum félagsins má til dæmis gera ráð fyrir að ekki sé nægjanlega heitt vatn í pottunum og sumstaðar getur verið töluðverð vindkæling.

Það hefur til dæmis verið mikill kuldi í Svignaskarði og vindur síðustu daga og er gert ráð fyrir að svo verði áfram út næstu viku. Það hefur borið á því að pottar ná ekki að halda hita við þessar aðstæður og má gera fastlega ráð fyrir að svo verði áfram.

Ávalt skal athuga með veðurhorfur áður en ákveðið er að fara í orlofshús og um veðurspá og viðvaranir má lesa hér. Loks eru hér gagnlegar upplýsingar um vindkælingu.