Skrifað undir kjarasamning við ríkið

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamning við samninganefnd ríkisins (SNR) í dag. Um er að ræða skammtímasamning með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið.

Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku og kynning verður haldin miðvikudaginn 10. maí nk. kl. 9:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. Fundurinn verður einnig aðgengilegur á Zoom.