Glæsileg afmælishátíð FIT verður haldin 11. júní

Félag iðn- og tæknigreina heldur uppá 20 ára afmæli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 11. júní.

Garðurinn er opinn frá kl. 10-18. Afmælisgestir geta tekið þátt í því sem garðurinn hefur upp á að bjóða en afmælisdagskrá FIT og veitingar verða við sviðið kl. 14-16. Sjá meðfylgjandi kort.

Dagskrá afmælis verður á sviði (E) í Fjölskyldugarðinum:
kl. 14:00 – Dagskrá hefst. Kynnir og skemmtikraftur Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson
kl. 14:10 – Formaður FIT býður félagsfólk verkomið í afmælisfagnaðinn
kl. 14:15 – Pylsupartý
kl.14:40 – Lúðrasveit verkalýðsins og Jónsi leika og skemmta.
kl.14:40 – Afmælisterta
kl.15:00 – Leikhópurinn Lotta skemmtir og tekur brot af því besta
kl.15:30 – Jónsi skemmtir
kl.16:00 – Formlegri skemmtun lýkur en gestir geta notið þess sem garður hefur upp á að bjóða til kl 18:00

Sirkus Íslands verður með djögglara og stultumenn sem ráfa um svæðið og gantast í gestum og hafa gaman.

Veitingar og andlitsmálun verður í boði frá kl. 14:00 til kl. 16:00

Athugið að nauðsynlegt er að félagsmenn skrái sig á hátíðina, svo hægt sé að tryggja að nægar veitingar verði í boði.

Til að fá aðgang að garðinum, veitingum og skemmtun þarf að skrá sig og framvísa gildu félagsskírteini við inngang í garðinn. Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inni á mínum síðum.

Dagskrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins má finna hér.

Afmæliskveðja, stjórn og starfsfólk Félags iðn- og tæknigreina.

Skráning á afmælishátíðina fer fram hér.