Öllum sagt upp hjá Skaginn 3X

Akranes_loftmynd.jpg

Vegna uppsagna hjá Skaganum 3X þá verður skrifstofa FIT opin mánudaginn 8. júlí að Kirkjubraut 40. Akranesi frá klukkan 09-15.

Eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið Baader Skaginn 3X verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið á sér áratugalanga sögu á Akranesi og hefur sérhæft sig í hátæknibúnaði fyrir fiskvinnslur. Á meðal þeirra sem missa vinnuna eru félagsmenn FIT.

FIT harmar þessi afdrif fyrirtækisins og mun fylgjast grannt með stöðu mála.

FIT leggur áherslu á að vera til staðar fyrir félagsmenn í þessari stöðu og eru starfsmenn tilbúnir að liðsinna þeim í tengslum við starfslok þeirra hjá fyrirtækinu.

Nánari upplýsingar í síma 535-6000 eða fit@fit.is.