Haustönn IÐUNNAR hefst í ágúst
Starfsemi IÐUNNAR fræðsluseturs fer senn á fullt nú þegar haustönn gengur í garð. Þegar eru fjölmörg spennandi námskeið á dagskrá, sem eiga erindi við félagsfólk FIT. Þannig hefjast leikar í bygginga- og mannvirkjagreinum í byrjun september, þegar kennt verður námseið sem ber yfirskriftinga Slagregnsprófun á ísetningu glugga. Það er kennt 5. september. Í kjölfarið fylgja námskeið í stafrænni gæðastýringu í byggingariðnaði og annað sem fjallar um mannvirkjaskrá. Fjölmörg námskeið eru í boði á sviðinu í september.
Í bílgreinum hefjast leikar þann 15. ágúst með rafbílanámskeiði á Akureyri. Þar er fjallað um reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla. Rafbílanámskeið – þrep 4 er kennt 27 ágúst og endurmenntun atvinnubílstjóra (lög og reglur) fer fram þann 31. ágúst. Námskeið haustannar í bílgreinum má sjá hér.
Hér má svo sjá lista yfir öll námskeið sem skráð hafa verið hjá IÐUNNI fræðslusetri á haustönn.