Mikil ánægja með nemakeppnina
Norræna nemakeppnin í málaraiðn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Fulltrúi Íslands var þar Hildur Magnúsardóttir Eirúnardóttir, Íslandsmeistari í málaraiðn. FIT er einn af fjárhagslegum bakhjörlum keppninnar.
Fram kemur í orðsendingu frá Málarameistarafélaginu að mikil ánægja hafi verið með nemakeppnina; aðstöðuna, efnisval og utanumhald. „Það hefði ekki verið mögulegt án aðstoðar góðra styrktaraðila. Málarameistarafélagið þakkaði Félag iðn- og tæknigreina fyrir veittan stuðning í tengslum keppnina í málaraiðn sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur.”
Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendur en Hildur er lengst til vinstri á myndinni.