223 nýsveinar fengu sveinsbréf
Alls 223 nýsveinar í 16 iðngreinum tóku við sveinsbréfum á hátíðlegri athöfn á Hótel Nordica í gær.
Eftirtaldir nemendur voru hæstir á sveinsprófi í okkar greinum en fjöldi nýsveina í hverju fagi sést einnig:
- Bílamálun (9 nýsveinar) – Benedikt Bjartmarsson
- Bifreiðasmíði (8 nýsveinar) – Grétar Bíldfells
- Málaraiðn (9 nýsveinar) – Össur Hafþórsson
- Múraraiðn (25 nýsveinar) – Hafþór Atli Agnarsson
- Pípulagnir (36 nýsveinar) – Hermann Bjarni Sæmundsson
- Húsasmíði (81 nýsveinn) – Eva Ósk Hjartardóttir
- Blikksmíði (3) – Ágúst Leósson
- Húsgagnabólstrun (1 nýsveinn)
- Veggfóðrun og dúkalögn (1 nýsveinn)
FIT óskar nýsveinum til hamingju með áfangann.
Á myndinni efst í fréttinni eru nýsveinar í múraraiðn.
Jón Svavarsson ljósmyndari tók myndirnar. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá þær stærri.