Opin vefnámskeið fyrir trúnaðarmenn

Félagsmálaskólinn býður upp á tvö spennandi námskeið sem hefjast í næstu viku fyrir trúnaðarmenn og aðra áhugasama. Hvort sem þú ert nýr í starfi eða reynslubolti, þá eru þessi námskeið frábært tækifæri til að dýpka þekkingu þína á mikilvægum málefnum vinnumarkaðarins.

Aðgengilegt hvenær sem er
Bæði námskeiðin eru í vefnámi  og því aðgengileg allan sólarhringinn á Learncove námsvefnum. Þú ræður ferðinni og getur tekið námskeiðin þegar þér hentar á tímabilinu.

  • Tímabil námskeiðs: 1. október kl. 09:00 – 30. október kl. 16:00
  • Skráningarfrestur: 30. september kl. 12:00

Námskeiðin eru opin öllum trúnaðarmönnum stéttarfélaga!

Leyfi og styrkir
Trúnaðarmenn þurfa vilyrði frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða. Aðrir þátttakendur geta sótt um styrk hjá sínu stéttarfélagi.

Lestur launaseðla og launaútreikningar

– Hluti af námskrá trúnaðarmanna

Langar þig að bæta skilning þinn á uppbyggingu launaseðla og útreikningi launaliða? Á þessu rafræna námskeiði lærir þú um helstu launaþætti, reglur skattsins og mikilvægar útreikningstölur samkvæmt gildandi kjarasamningum og lögum.

Námskeiðið inniheldur:

  • Útreikning á helstu launaliðum, yfirvinnu, stórhátíðarkaupi og vaktaálagi.
  • Grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga.
  • Útreikninga á staðgreiðsluskatti, lífeyrissjóðsiðgjöldum og öðrum frádráttarskyldum greiðslum.
  • Mikilvægi varðveislu launaseðla.

Skráðu þig núna til að tryggja þér pláss!
Lærðu praktíska færni til að tryggja nákvæma og rétta launavinnslu.

Skráning hér.

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

– Hluti af námskrá trúnaðarmanna

Viltu styrkja þekkingu þína á hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað? Þetta rafræna námskeið fer yfir grundvallaratriði starfsins samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum.

Námskeiðið inniheldur:

  • Starfsvið trúnaðarmannsins, réttindi hans og skyldur samkvæmt kjarasamningum.
  • Hlutverk trúnaðarmanns: Hvað á hann að gera, og hvað ekki?
  • Aðgangur að upplýsingum og gagnabönkum um túlkun kjarasamninga og önnur mál.
  • Hvernig á að taka á móti umkvörtunum, vinna úr þeim og halda trúnaði.

Tryggðu þér pláss núna og styrktu þekkingu þína á þessu mikilvæga hlutverki!

Skráning hér.