Rafræn ferilbók og vinnustaðanámið í bílgreinum

Þann 17. október stendur IÐAN fræðslusetur fyrir stuttri kynningu eða námskeiði sem ætlað er meisturum, forsvarsmönnum verkstæða og öðrum aðilum sem tengjast vinnustaðanámi í bílgreinum. Ólafur Jónsson forstöðumaður nemastofu fer yfir öll helstu atriði í tengslum við vinnustaðanámið s.s. rafræna ferilbók, nemaleyfi/birtingaskrá og vinnustaðanámssjóð ásamt öðrum mikilvægum hlutum þegar kemur að því að taka nema á samning.

Einnig þessi viðburður hugsaður til að koma spurningum og vangaveltum á framfæri og eins eiga samtal við önnur verkstæði og heyra þeirra sögur.

Námskeiðið er hálfur annar klukkutími að lengd og hefst klukkan 16:00 og er án endurgjalds.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna hér.