Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar verður haldið dagana 7. og 8. nóvember, frá klukkan 9 til 14.

Félagsmenn er hvattir til að mæta 30 mín. fyrr og þiggja morgunhressingu. Hádegismaður verður á boðstólnum kl 12:00.

Námskeiðið telst til 5. hluta. Allir trúnaðarmenn eru hvattir til að skrá sig.

Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Sjá hér; Samiðn – Trúnaðarmannanámskeið 5. hluti – Félagsmálaskóli alþýðu (felagsmalaskoli.is)

Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.

Kennarar verða Sigurlaug Gröndal og starfsmenn FIT.

Á námskeiðinu er lögð megináhersla á mikilvægi vinnueftirlits og vinnuverndar.

Skoðuð verða lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur.

Vinnustaðaeftirlit FIT verður kynnt fyrir trúnaðarmönnum.

Farið verður yfir kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað. Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu.

Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðunum, þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt.

Aðildarfélög Samiðnar munu greiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna og boðið er uppá ókeypis mat og kaffi á meðan námskeiðið fer fram. Félagsmenn eiga að halda launum frá sínum launagreiðanda á meðan námskeið varir.

Hvetjum félagsmenn á vinnustöðum að kjós sér trúnaðarmann. Allar upplýsingar um vinnustaði með engan trúnaðarmann eru vel þegnar og þeir sem hafa einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband við sitt aðildarfélag innan Samiðnar.