Kjarakönnun FIT á mínum síðum

Árleg kjarakönnun FIT hefur verið birt á mínum síðum.
Könnunin er mikilvægur liður í því að félagið geti fylgst með þróun mála hjá félagsfólki og meðal annars kannað hvort umsamdar launahækkanir hafi skilað sér. Gott er að hafa launaseðil septembermánaðar við höndina þegar könnunin er tekin.
Haft verður samband við átta vinningshafa úr hópi þátttakenda en þegar könnuninni er lokið munu fimm fá 50 þúsund króna Ferðaávísun, sem hægt er að nota til að kaupa gistingu á hótelum og gistiheimilum um land allt. Þrír til viðbótar munu vinna helgardvöl að eigin vali í orlofshúsum FIT, utan orlofstímabils.
Allir sem taka þátt fara sjálfkrafa í pottinn.
Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í Fréttabréfi FIT, sem kemur út í nóvembermánuði.