Vel sótt námskeið fyrir trúnaðarmenn

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar var haldið 7. og 8. nóvember sl. Námskeiðið taldist til 5. hluta en á því var lögð megináhersla á mikilvægi vinnueftirlits og vinnuverndar. Vinnustaðaeftirlit FIT var kynnt fyrir trúnaðarmönnum og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum krufin.

Vel var mætt á námskeiðið eins og myndirnar bera með sér en fleiri myndir má sjá í myndasafni FIT.