Félags- og faggreinafundir
Félags- og faggreinafundir Félags iðn- og tæknigreina verða haldnir í lok nóvember. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundina.
Glæný kjarakönnun félagsins er á meðal þess sem tekið verður fyrir á fundunum sem og lífeyrismál.
Veitingar verða í boði félagsins.
Um er að ræða fimm fundi, sem haldnir verða á eftirfarandi stöðum:
Reykjanesbær
Mánudaginn 25. nóvember kl. 18:00
Krossmóum 4. 4. hæð
Selfoss
Þriðjudagurinn 26. nóvember kl. 18:00
Austurvegur 56. 3. hæð
Reykjavík
Miðvikudagurinn 27. nóvember kl. 18:00
Stórhöfða 31. Gengið inn Grafarvogsmeginn
Akranes
Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00
Salur eldri borgara, Dalbraut 4.
Vestmannaeyjar
Föstudaginn 29. nóvember kl. 12:00
Einsi kaldi, Vestmannabraut 28.