Vetrarfærð að orlofshúsum

Félagið getur ekki tekið ábyrgð á að færð spillist ekki

Ondverdarnes vetur

Félagsfólki er bent á að ýmislegt ber að varast þegar farið er í bústað að vetri til. Aðalatriði er þá alltaf að hafa fyrirhyggju í fyrirrúmi. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara. Áður en farið er í bústað er mikilvægt að huga að veðri og færð.

Gott er að hafa samband við umsjónarmenn til að kanna aðstæður.

Athugið að óvíst er að heitir pottar virki sem skyldi á þeim svæðum sem kaldast er. Víða hefur einnig borið á heitavatnsskorti. Sums staðar hefur verið skrúfað fyrir heita vatnið og þá frosið í lögnum með tilheyrandi viðgerðum og fyrirhöfn fyrir félagið. Alls ekki skilja geymslur opnar. Víða um land er mikið frost og félagið getur ekki ábyrgst að hægt sé að láta renna í potta alls staðar og alls ekki má skrúfa fyrir vatnsinntak í bústöðunum.

Gangi ykkur sem allra best á þessum vetrarmánuðum og farið varlega.