Fjölmörg námskeið á dagskrá

Óhætt er að segja að mikið úrval námskeiða fyrir iðnaðarfólk sé á dagskrá Iðunnar fræðsluseturs. Námskeiðin bjóðast félagsfólki FIT á niðursettu verði. Um er að ræða námskeið í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og í tölvutækni og hönnun. Nokkur af næstu námskeiðum má sjá hér að neðan en listinn er langt því frá tæmandi.

Iðan býður upp á fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og fullbúna kennsluaðstöðu. Fjarnám er til staðar þar sem það er mögulegt og vefnámskeið. Einnig eru í boði sérsniðin fyrirtækjanámskeið sem haldin eru á vettvangi. Kynntu þér námskeiðsframboðið á www.idan.is

Nokkur af næstu námskeiðum Iðunnar

Svið Dagsetning Námskeið
Bílgreinar 29. jan. IMI Rafbílanámskeið - þrep 4
Bygginga- og mannvirkjagreinar 15. jan. Brunahólfandi innihurðir og glerveggir
Bygginga- og mannvirkjagreinar 16. jan. Mannvirkjaskrá
Bygginga- og mannvirkjagreinar 16. jan. Raunkostnaður útseldrar þjónustu
Bygginga- og mannvirkjagreinar 21. jan Hleðsluveggir
Bygginga- og mannvirkjagreinar 22. jan. Loftþéttleikamælingar húsa
Bygginga- og mannvirkjagreinar 22. jan. Áhættugreiningar í bygginga og mannvirkjagerð
Málm- og véltæknigreinar 13. jan. Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir
Málm- og véltæknigreinar 14. jan. Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun
Málm- og véltæknigreinar 16. jan. Forritun örstýringa með gervigreind
Málm- og véltæknigreinar 16. jan. Kælitækni - ammóníak - viðhald og rekstur
Prent- og miðlunargreinar 14. jan. Lausnir í umbúðum og markaðssetningu
Prent- og miðlunargreinar 20. jan. Viðhald og lausnir í rekstri Man Roland prentvéla
Tölvuteikning og hönnun 7. feb. AutoCAD og AutoCAD LT grunnnámskeið