Fréttabréf FIT er komið út

Fréttabréf FIT er komið út. Blaðið er efnismikið að venju. Á meðal efnis í blaðinu eru niðurstöður orlofskönnunar, sem óhætt er að komi vel út að þessu sinni. „Niðurstöður orlofshúsakönnunarinnar eru sérstaklega ánægjulegar og vil ég færa þátttakendum mínar bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til að svara. Í þessari árlegu könnum kemur alltaf eitthvað fram sem betur má fara. Það eru dýrmætar upplýsingar fyrir félagið,” segir Hilmar Harðarson formaður í leiðara um könnunina. Þar kynnir hann þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að auka ánægju fólks af því að dvelja í orlofseignum félagsins.

Eins og glöggt má sjá nýtur félagsfólk dvalarinnar í orlofshúsum félagsins.

Í blaðinu er fjallað um þær framkvæmdir sem standa yfir eða eru yfirstaðnar í orlofshúsum félagsins. Með vorinu verður nýtt og glæsilegt hús félagsins tekið í notkun í Húsafelli. Húsinu eru gerð skil í máli og myndum, þar sem rætt er við þann sem annast framkvæmdina.

Í Fréttabréfi FIT er að venju að finna skemmtileg viðtöl við nokkra félagsmenn. Að þessu sinni eru vélvirkinn og rennismiðurinn Daníel Magnússon, húsasmíðameistararnir Sigríður Runólfsdóttir og Svanur Kristjánsson og húsasmiðurinn Guðmundur Steinþórsson til viðtals.

Fjallað er um innleiðingu gervigreindar í starfsemi félagsins. Spjallmennið, sem heitir Kjaraspjallari FIT og starfsfólk hefur aðgang að, gjörþekkir alla kjarasamninga sem gilda um félagsfólk og ekki síður þau lög og þær reglur sem gilda um íslenskan vinnumarkað. Markmiðið er að nýta þessa stórkostlegu tækni til að efla skilvirkni starfsfólks og bæta þjónustu við félagsfólk. Þegar reynsla er komin á notkunina stendur til að veita félagsfólki beinan aðgang að gervigreindinni. Kjaraspjallarinn kynnir sig sjálfur til leiks í blaðinu og sýnir hvers hann er megnugur.

Í blaðinu er fjallað um aukið vinnustaðaeftirlit Samiðnar og FIT, birtar eru mikilvægar upplýsingar fyrir aðalfund félagsins og farið vel yfir orlofsmálin, svo eitthvað sé nefnt.

Lesa blaðið hér.