Fulltrúaráð Birtu lífeyrissjóðs fundaði á Stórhöfða

Fulltrúaráð launamanna í Birtu lífeyrissjóði hélt fund í húsakynnum Fagfélaganna á Stórhöfða, þriðjudaginn 4. mars síðastliðinn.

Á fundinum var fjallað var um störf nefndar sem hefur haft til skoðunar breytingar á reglugerð valnefndar vegna kjörs fulltrúa launafólks í stjórn Birtu og skipan Fulltrúaráðsins. Ráðið skipa 90 manns frá launafólki í Birtu og önnur 90 sæti koma frá fulltrúum atvinnurekenda.

Á fundinum var einnig farið yfir stjórnkerfi Birtu og framkvæmdastjóri fór yfir stöðu sjóðsins og svaraði fyrirspurnum.

Líflegar umræður voru um málefni sjóðsins eins og ávallt þegar Fulltrúaráð launamanna kemur saman.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum á þriðjudag.