Íslandsmót iðn- og verkgreina hefst á fimmtudag

Mín framtíð, framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina, fer fram Laugardalshöll 13.-15. mars. Keppt verður í 19 iðngreinum á Íslandsmótinu að þessu sinni.
Keppnisgreinarnar eru: Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
25 skólar munu kynna námsframboð sitt þessa daga en gert er ráð fyrir 9-10 þúsund grunnskólanemum á viðburðinn.