Fullt út úr dyrum á Minni framtíð í Laugardalshöll

Íslandsmót iðn- og verkgreina stendur nú yfir í Laugardalshöll. Óhætt er að segja að þar sé mikið um dýrðir.
Í dag og í gær hafa þúsundir nemenda í níundu og tíundu bekkjum grunnskóla fyllt höllina. Ungmennin eru að sjá afar spennt fyrir viðburðinum enda er margt að prófa og sjá.
Á Íslandsmótinu er keppt í mörgum af okkar greinum. Keppnisgreinarnar eru bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
Keppni lýkur á morgun, laugardag, en þá er einmitt opið hús fyrir alla. Skorað er á félagsfólk að láta sjá sig.