Íslandsmeistarar krýndir í Laugardalshöll

Keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina lauk á laugardag. Íslandsmeistarar voru krýndir í 19 greinum. Mótið var haldið í Laugardalshöll dagana 13.-15. mars.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa á mótinu en í myndasafni FIT má sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.
FIT óskar Íslandsmeisturum og verðlaunahöfum öllum til hamingju með árangurinn!
Þess má geta að á myndinni sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan eru keppendur í snyrtifræði.