Leiga orlofshúsa janúar til maí 2026

Opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa á fyrri hluta næsta árs þann 3. nóvember næstkomandi, frá klukkan 13:00. Tímabilið sem þá verður hægt að bóka er frá byrjun janúar til 1. júní 2026.

Athygli er vakin á því að páskavikan er á meðal þeirra vikna sem hægt er að bóka en hún er frá 1. til 8. apríl. Fyrir páskavikuna eru dregnir frá 26 punktar.

Hér gildir reglan; fyrstur kemur, fyrstur fær.

Nánari upplýsingar má finna á orlofsvefnum.

Fyrst um sinn getur félagsfólk aðeins bókað eina leigu í orlofshúsi hjá FIT. Þetta er gert til að tryggja að sem flestir eigi kost á að leigja sér orlofshús. Í byrjun janúar fjölgar svo leigum í tvær.

Ekki hika við að hafa samband við félagið ef einhverjar spurningar vakna. Tölvupóstur; fit@fit.is og símanúmer; 535-6000.