Klifabotn er um það bil þrjátíu km austan við Höfn í Hornafirði, nánar tiltekið í Lónssveit. Á staðnum er gufubað, sameiginlegt með öðrum húsum í orlofsbyggðinni. Sparkvöllur og leiktæki eru einnig á staðnum. Húsið er 50 fm að stærð og skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og 3 svefnherbergi. Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í húsinu.
|