Fréttabréf FIT, desember 2011
Fréttabréfið inniheldur meðal annars viðtal við Leif Eiríksson sem starfað hefur við bifvéla-virkjun í 66 ár. Einnig er viðtal við Hermann Guðmundsson starfsmann FIT um framkvæmd og tilgang vinnustaðaskírteina. Sagt er frá heldrimannaferðinni sem farin var í haust og frá afhendingu sveinsbréfa. Úrslit ljósmyndakeppninnar er kynnt. |
Fréttabréf FIT, mars 2011
Í fréttabréfinu er margt áhugavert. Þar er að finna viðtal við Rannveigu Maríu Jóhannesdóttur varamann í stjórn FIT. Heimsókn í fyrirtæki á Reykjanesi, þar sem forsvarsmenn og starfsmenn eru teknir tali. Sagt er frá "landnámsreitum" sem FIT hefur í Heiðmörk og fyrirhuguðum námskeiðum þar. |
Fréttabréf FIT, janúar 2011
Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Hilmar Harðarson, formann FIT. Einnig er farið yfir tillögur uppstillinganefndar, orlofshús FIT á Spáni og margt fleira sem tengist félagsstarfi Félags iðn- og tæknigreina.
|