Frá félags- og faggreinafundum

Formaður FIT, Hilmar Harðarson, var með fundaröð nú í lok nóvember og í byrjun desember. Haldnir hafa verið fundir í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesi, Akranesi og Vestmannaeyjum.
Auk framsögu formanns voru fulltrúar lífeyrissjóða með erindi en breytilegt var eftir stöðum hver mætti hvar.
Á fundunum fór Hilmar yfir stöðuna í kjaramálum og sagði meðal annars að við gerð síðustu kjarasamninga hafi mest verið horft til Norðurlandanna. Þar sem áhersla er lögð á gengis- og verðstöðugleika og uppbyggingu kaupmáttar í hægum en öruggum skrefum án þess að veikja samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna.
Til þess að slíkt geti gengið eftir þurfi annars vegar breiða sátt um að það fyrirkomulag sé æskilegt og hins vegar trúverðuga efnahagsstefnu sem hefur sama markmið. Hvorugt virðist vera til staðar á Íslandi.
Hilmar rakti síðan launaþróun frá árinu 2006 og bar saman mismunandi hópa. Hann fór yfir kostnaðaráhrif ýmissa samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og hvernig laun, verðlag og kaupmáttur hafa þróast síðustu misseri
Þó fór Hilmar yfir þá þætti sem helst brenna á fólki vegna boðaðra fjárlaga. Og ræddi jákvæða og neikvæða þætti þeirra fyrir landsmenn.
Fjörugar umræður urðu á öllum fundunum og svaraði Hilmar mörgum fyrirspurnum.
Einnig voru lífeyrismálin mönnum hugleikin því hugmyndir eru uppi um að færa lífeyrisaldurinn í áföngum úr 67 árum upp í 70 ár.

vef 2014 11 26 felagsfundur

Hér má sjá glærur Hilmars af fundunum.Hér má sjá glærur Hilmars af fundunum.

Hér er hægt að skoða glærur Gylfa Jónassonar, framkvæmdastjóra Festu lífeyrissjóðs.