Bridge 2008

 

Nú eru Bridge-spilararir búnir að skipuleggja vetrarstarfið fram á vor. Spilað er hálfsmánaðarlega í Borgartúni 30, 6. hæð kl. 19:30. Sæmileg mæting hefur verið í haust og vetur en nóg pláss er fyrir nýja spilara. Ef þú ert áhugamaður um Bridge og langar að spila þá er um að gera að mæta með makker og spila. Frá áramótum er dagskráin þannig:

     10. janúar     BYKO-bikarinn tvímenningur
     24. janúar     BYKO-bikarinn tvímenningur
     07. febrúar    BYKO-bikarinn tvímenningur
     21. febrúar    Ris-bikarinn sveitakeppni
     06. mars       Ris-bikarinn sveitakeppni
     27. mars       Ris-bikarinn sveitakeppni
     11. apríl        Einmenningur og uppgjör vetrarins