Sameining samþykkt

 

Í kvöld var samþykkt á félagsfundum hjá Félagi iðn- og tæknigreina sameining við Sveinafélag pípulagningarmanna. Haldnir voru tveir fundir þar sem sameiningin var samþykkt samhljóða og lögum FIT breytt til að fjölga stjórnarmönnum ofl. Sameiningin tekur gildi um áramótin.

Þetta er þriðja sameining sem FIT gengur í gegnum á innan við ári og fjöldi félagsmanna að nálgast fjórða þúsundið.