Félagsfundir á fimmtudag

 

Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Félags iðn- og tæknigreina og Sveinafélags Pípulagningarmanna er boðað til tveggja félagsfunda í FIT til að afgreiða tillögu um sameiningu og lagabreytingar sem slík sameining kallar á. Einnig verður lögð fram lagabreytingartillaga um lækkun á félagsgjaldi og breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs.

Vakin er athygli á að fundirnir eru báðir sama daginn og boðið verður uppá pizzur og gosdrykki á milli funda.