Lækkun félagsgjalds! | |
Félagsgjald í Félagi iðn- og tæknigreina lækkaði úr 1% í 0,7% nú um áramótin þar sem vöxtur félagsins og umfang hefur aukist meira en spár og áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjölgun félagsmanna hefur verið mikil en einungis á liðnu ári hafa þrjú stéttarfélög sameinast FIT og er rekstrarhagkvæmnin og samlegðaráhrifin sem af því leiðir, ein af forsendum þess að hægt er að lækka félagsgjöldin. |