Fundur í stjórn og trúnaðarráði

 

Stjórn og trúnaðarráð FIT kom saman til fundar í gær (miðvikudag). Gestir gestir fundarins voru Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ og Stefán Úlfarsson hagfræðingur ASÍ. Gylfi fór yfir hugmyndir nefndar sem skoðað hefur breytingar á sjúkra og slysarétti félagsmanna ASÍ . Hugmyndirnar lúta að því að lengja bótatímabil félagsmanna í allt að 5 ár. Á þeim tíma væri skipulega unnið í því að hjálpa viðkomandi að ná heilsu og komast á vinnumarkað. Metin yrði vinnufærni og greitt samkvæmt því. Atvinnurekandi greiddi fyrstu tvo mánuðina, en þá tæki Áfallatryggingasjóður og viðkomandi sjúkrasjóður við og greiddu 90% af launum síðustu 6 mánaða í allt að 10 mánuði, 80% í næstu 24 og 70% í næstu 24 þar á eftir, allst 5 ár.