Gæðastjórnun eigin ævi

 

Iðan - fræðslusetur býður uppá þetta námskeið sem er ætlað þeim sem hyggja á starfslok á næstu árum. Á þessu tveggja daga námskeiði er fjallað um lífsgæði að loknu ævistarfi. Hópur leiðbeinenda með fjölbreyttan bakgrunn og langan starfsferil deila reynslu sinni og þekkingu. Fjallað er um líkamlega hreyfingu og heilbrigði, svefn og svefnheilsu, réttindi og fjármál og hvernig best er að búa í haginn fyrir starfslok.