Greitt fyrir orlofshúsin á vefnum

 

Nú geta félagsmenn FIT greitt fyrir orlofshúsin á vefnum með greiðslukorti og síðan prentað út leigusamning. Enn sem komið er verður aðeins hægt að greiða fyrir helgarnar með þessum hætti en hafa verður samband við skrifstofu í síma 535 6000 til að panta aukadaga.

Athugið að ef hús er pantað á vefnum þarf að ganga frá greiðslu innan þriggja daga eftir að pantað er og er þá einfaldast að hringja í skrifstofuna s. 535 6000 og gefa upp kortanúmer og verður samningurinn þá sendur um hæl. Ef greitt er í gegnum heimabanka þarf að senda greiðslukvittun í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tilgreina hvaða hús er um að ræða, hvenær farið verður og hver er leigutakinn. Bankaupplýsingar: 0526-26-5020, kt. 410503-2040.

Til að sækja um dvöl í íbúð félagsins í Torrevieja á Spáni þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu.