Kjaramálaráðstefna Samiðnar

 

Samiðn boðar til kjaramálaráðstefnu með þátttöku trúnaðarmanna á vinnustöðum og lykilfólki í aðildarfélögunum dagana 12. og 13. október á Hótel Selfossi. Ráðstefnan hefst kl. 14 og er hugsuð sem liður í undirbúningi að endurnýjun kjarasamninga sem renna út um áramót og er því mikilvægt að þátttakan verði góð og endurspegli þær kröfur sem helst brenna á félagsmönnum.

Auk kjaramálaráðstefnunnar hefur formaður Samiðnar, Finnbjörn A. Hermannsson, heimsótt aðildarfélögin og fundað með ýmist stjórnum félaganna eða mætt á almenna félagsfundi og rætt reynsluna af núverandi samningi og það sem helst brennur á mönnum við gerð nýs kjarasamnings.