Bridge í vetur

 

Líkt og undanfarna vetur verður bridge spilað af kappi í húsnæði félagsins í Borgartúninu annað hvert fimmtudagskvöld fram á vor. Bridgemótin eru skipulögð í samstarfi við Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag vélstjóra og málmtæknimanna og er full ástæða til að hvetja áhugasama félaga um að mæta með makkerinn og láta ljós sitt skína.

Búið er að setja eftirtalin mót á dagskrá fram að áramótum:

Dags.: Mót:
27 .09 Æfingarkvöld
04.10 Garðyrkjumótið
18.10 Garðyrkjumótið
01.11 Járnsmiðabikarinn
15.11 Járnsmiðabikarinn
29.11 Bíliðnafél.félagblikksmiða
15.12 Bíliðnafél.félagblikksmiða

Spilað er í Borgartúni 30, 6.hæð og er mæting kl. 19:30.