Útskrift nýsveina

 

Í dag (föstudag) kl 18 mun hefjast athöfn í Kiwanissalnum á Engjateigi þar sem u.þ.b. 80 nýsveinar munu útskrifast. Öllum nýsveinum sem útskrifast á vegum FIT var sent bréf þar sem boðið var til móttöku og veitinga og væntir félagið þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka með sér gesti.