Sameining við Sveinafélag pípulagningarmanna

 

Stjórn og trúnaðarráð Sveinafélags pípulagningarmanna samþykkti samhljóða á fundi í gær tillögu þess efnis að fara í póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um sameiningu við FIT. Samþykkt var að hefja kynningu og atkvæðagreiðslu sem fyrst og að ef niðurstaða beggja félaganna yrði jákvæð mundi sameiningin koma til framkvæmda um áramót.

Félagsmenn í Sveinafélagi Pípulagningarmanna eru um 260 og rekur félagið einnig mælingarstofu.

Stjórn FIT mun fljótlega boða til félagsfunda þar sem lagaðar verða fram tillögur til lagabreytinga sem sameining við Sveinafélag pípulagningamanna kallar á.