Vestmannaeyingar sameinast FIT

 

Á aðalfundi Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sem haldinn var í dag (16. júní) var samþykkt einróma að sameinast FIT. Sameiningin gildir frá 1. júlí. Stjórn FIT mun á næstu dögum boða til tveggja félagsfunda þar sem bornar verða upp tillögur um sameiningu og lagabreytingar sem gera þarf í því sambandi. Ef félagsfundirnir samþykkja sameiningu við SJV verður það annað félagið sem sameinast FIT á þessu ári og fjöldi skráðra félagsmanna verður um 3500. Þess má að lokum geta að fleiri félög hafa sýnt því áhuga að sameinast FIT en engar formlegar viðræður eru hafnar.