Þingi Samiðnar lokið

 

Fimmta þingi Samiðnar lauk um kl. 3 á laugardag. Fjöldi mála var þar ræddur og margar ályktanir samþykktar. Finnbjörn Hermannsson var endurkjörinn formaður en Hilmar Harðarson formaður FIT gaf kost á sér til varaformennsku. Enginn bauð sig fram gegn honum og var hann því kjörinn með lófataki. Þetta er í fyrsta sinn sem varaformaður Samiðnar kemur frá FIT enda ekki nema fjögur ár frá stofnun þess. Tveir aðrir stjórnarmenn úr FIT hlutu kostningu í miðstjórn Samiðnar en það vor þeir Ólafur Magnússon og Georg Ólafsson.