Þing Samiðnar

 

Fimmta þing Samiðnar - sambands iðnfélaga verður haldið dagana 4. og 5. maí á Grand hóteli í Reykjavík. Þingsetning hefst kl 13.00 á föstudag með setningarræðu formanns Samiðnar en síðan ávarpar Kent Kärrlander, formaður Norræna iðnaðarsambandsins þingheim. Meginmálefni þingsins verða Kjaramál en einnig verður fjallað um skipulagsmál ofl. Um 80 fulltrúar víðsvegar að af landinu munu sitja þingið.