Gleðilega hátíð 1. maí

 

Dagskrá hátíðahaldanna í Reykjavík 1. maí hefst með kröfugöngu sem leggur af stað frá Hlemmi kl.13,30. Útifundur hefst svo á Ingólfstorgi kl.14,10 með ræðu Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ. Þá munu Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands og Hjördís Rós Egilsdóttir formaður Iðnemasambands Íslands flytja ávörp. Hljómsveitin Baggalútur og Gospelkór Reykjavíkur skemmta.

Að lokinni dagskrá mun FIT bjóða uppá 1. maí-kaffi í Agoges-salnum Sóltúni 3.

Félag iðn- og tæknigreina er líka aðili að hátíðahöldum á Akranesi og Reykjanesbæ.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í hátíðahöldunum 1. maí.