Bílgreinahúsið að Gylfaflöt vígt

 

Föstudaginn 27 apríl var vígsluathöfn hjá bílgreinasambandinu en þá var hús félagsins að Gylfaflöt formlega tekið í notkun. Aðstaðan sem þarna er boðið uppá er mjög góð og mun Iðan fræðslusetur nýta hana til kennslu en nýlega sameinaðist Fræðslumiðstöð bílgreina við Iðuna. Einnig verða skrifstofur Bílgreinasambandsins þarna til húsa. Fjölmenni var og hófst athöfnin á því að Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins opnaði nýja heimasíðu félgsins. Að því loknu tók Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar til máls og kynnti samstarfið um fræðslu á sviði bílgreina. Að lokum talaði Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar og formaður Bílgreinasambandsins. Egill kom víða við og fjallaði meðal annars um verkefni sem væri framundan hjá bílgreininni í umhverfis- gæða- og menntunarmálum. Boðið var uppá léttar veitingar og Tómas R Einarsson og Óskar Guðjónsson léku á hljóðfæri fyrir gesti.