- Aðalfundur FIT verður haldinn laugardaginn 29. mars 2008 í Kiwanishúsinu Engjateigi 11 kl. 10:00 Dagskrá: Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. Tillögur að breytingu á reglugerð sjúkrasjóðs til samræmis við viðmiðunarreglugerð ASÍ. Kjöri stjórnar, trúnaðarráðs og samninganefndar, kjörstjórnar, uppstillinganefndar og skoðunarmanna reikninga lýst. Tillaga um fulltrúa á ársfund Sameinaða lífeyrissjóðsins 2008. Tillaga um fulltrúa á ársfund ASÍ 2008. Önnur mál. Veitingar í boði félagsins að fundi loknum. Félagið veitir ferðastyrk til þeirra félagsmanna sem búa í meira en 40 km. fjarlægð frá fundarstað. | |