Vasadagbókin og félagsskírteinið

 

Vegna bjartsýni manna um að kjarasamningar mundu takast fyrir áramót var útgáfu vasabókarinnar frestað.  Þegar mönnum varð ljóst að ekki tækjust samningar var ákveðið að kippa úrdrætti kjarasamninga út úr bókinni og setja hana í prentun.  Bókin ásamt fréttabréfi mun fara í póst á fimmtudaginn og vonandi berast félagsmönnum á föstudag.  Einnig er verið að útbúa ný félagsskírteini sem verða úr plasti eins og greiðslukort (þó ekki með upphleyptum stöfum).  Töf hefur orðið á verkinu eins og stundum vill verða þegar verið að að byrja á einhverju nýju.  Vonast er til að skírteinin verði tilbúin og send út í næstu viku.