Kosningar um nýja kjarasamninga

 

Kjörgögn vegna nýrra kjarasamninga Samiðnar f.h. Félags iðn- og tæknigreina við Samtök atvinnulífsins og Samband garðyrkjubænda hafa nú verið send til félagsmanna og þarf að póstleggja kjörseðla í tíma svo þeir berist kjörstjórn í síðasta lagi mánudaginn 10.mars kl.16.

Þeir félagsmenn FIT sem fylgja kjarasamningi Bílgreinasambandsins og búa utan höfuðborgarsvæðisins hafa fengið send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um saminginn og gilda sömu skilareglur og um samninginn við SA.  Fyrir  þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu þá verða haldnir kjörfundir á eftirtöldum stöðum:

Fimmtudagur 6.mars  
                 
Brimborg, Bíldshöfða 6-8, verkstæðismóttaka, kl. 8 – 9:30   
     
B&L, Grjóthálsi 1, verkstæðismóttaka, kl. 10 – 11:30      
     
Ingvar Helgason, Sævarhöfða 2, verkstæðismóttaka, kl. 12:30 – 13:30      
     
Ræsir, Krókhálsi 11, verkstæðismóttaka, kl. 14 – 15       
     
Bílabúð Benna, Vagnhöfða 27, verkstæðismóttaka, kl. 15:30 – 16:30      

Föstudagur 7.mars

Hekla, Laugavegi 174, verkstæðismóttaka, kl. 8:00 – 9:30

Bernhard, Vatnagörðum 26, verkstæðismóttaka, kl. 10 - 11

H Jónsson & CO, Smiðjuvegi 34, verkstæðismóttaka, kl. 11:30 – 12:30

Toyota, Nýbýlavegi 4-8, verkstæðismóttaka, kl. 13:30 – 14:30

Aðalskoðun Hafnarf., Hjallahrauni 4, verkstæðismóttaka, kl. 15 – 16:30

Auk ofangreindra kjörfunda verður hægt að kjósa á skrifstofu FIT í Borgartúni 30 miðvikudaginn 5. mars og mánudaginn 10. mars frá kl. 8:30 – 16.

Kjörstjórn